Saturday, 2 February 2008

Söngur og dans

Það er laugardagskvöld. Þótt ég sé allur af vilja gerður get ég ekki horft á myndina sem er í sjónvarpinu. Dóttir mín hins vegar, hin 7 ára gamla tilvonandi dans- og söngstjarna Stefanía Arna getur ekki haft augun af skjánum. Þetta er stórkostleg mynd að hennar mati. The cheetah girls 2. Jebb. Númer 2. Ég býst við að fyrsta myndin hafi hitt svo hressilega í mark að framhald var óhjákvæmilegt. Kvartettinn er nú staddur í Barcelona, þar sem þær taka þátt í alþjóðlegri tónlistartalentakeppni. Þegar þetta er skrifað eru um það bil 20 mínútur búnar af myndinni. Ég geri fastlega ráð fyrir að þær sigri. Ef ekki læra þær alla vega heilmikið af þátttökunni og verða sterkari manneskjur og betri listamenn en áður.

Annars er Arna farin að hafa vaxandi áhuga á rappi. Spurning um að nota tækifærið og leiða hana lúmskt á hlustunarvænni brautir. Veit þó ekki hvort hún sé til í eitthvað hardkor. Með rappi á hún meira við fjórar gullfallegar stelpur í bleikum fötum, með gloss og flott hár sem í miðju lagi detta úr fljúgandi rödduðum línum í það að tala eina og eina setningu í takti.

Well. So be it.

1 comment:

Kata said...

Ég sá sko hluta af þessari mynd. Ég hélt á tímabili að guð væri að refsa mér fyrir eitthvað sem ég mundi ekki.

En ef þú ert í miðbænum einhvern daginn droppaðu þá við í heimsókn. Indíana var að tala um að hana langaði svo að hitta þennan Víking.