Ég er kominn aftur frá Berlín. Ég læri seint. Það var svo sem ekki mikið sem ég hafði hug á að framkvæma úti, en þó eitt og annað. Kaupa dót. Ég fór eins að nú og ég er vanur og beið með allt fram á síðustu stund. Var talsvert á ferðinni í gær, lest úr lest, hverfi úr hverfi.
Dvölin úti var dásamleg. Vegna þess að hún Guðrún er svo dásamleg. Og ég var mikið með henni.
Framundan eru skrif. Í febrúar ætla ég auk þess að leika í seríu fyrir sjónvarp. Grínþættir sem lofa góðu. Í mars hefjast tökur á kvikmyndinni BRIM. Svo er söngleikurinn ÁST á leið upp á svið í London. Enskt kast, en Gísli Örn leikstýrir og ég verð honum til halds og trausts.
Spennandi.
Tuesday, 29 January 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Gott þér líður vel garmur.
Hvaða grínþáttum ert þú að fara að leika í??? Sá þig í Næturvaktinni og fannst þú dásemd.
Þurfum að fara að hittast á msn, ég er orðin frekar forvitin :)
Farðu vel með þig snúlli.
lemme know when ÁST is being played in London ... i might just pop by ;)
steffi
(steffi160679@yahoo.de)
Post a Comment