Ég bíð lesendur hjartanlega velkomna. Ekki eyði ég fyrstu færslunni á hinu nýja svæði í að fjalla um óvænt upphlaup í borgarstjórn og allt ruglið í kringum það. Leyfi mér þó að spyrja: Er ekki allt í lagi??
Það er allt í lagi með mig. Ég er í Berlín. Kom í gærkveldi og ætla að eyða næstu viku hér. Í íbúðinni þar sem ég el manninn, býr einnig krónískt kvíðasjúkur hundur sem heitir Lína og blindur köttur sem heitir Hobbs. Þar býr líka Sonja sem er að klára dýralækninn í vor og Mats sem er að útskrifast sem ljósmyndari á næstu vikum.
Þar býr líka hún Guðrún.
Tuesday, 22 January 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Til hamingju með nýja svæðið. Skil ekki þessa fluttninga alltaf hjá þér drengur :)
Og hvað ert að gera í Brlín??? Og Guðrún hvað???
Ha det godt.
Post a Comment