Wednesday 30 January 2008

Ella sem borgarstjóra


Áður en ég fór að sofa í gærkveldi skellti ég mér á netið og horfði á þáttinn sem svo margir eru að tala um. Það er ekki ofsögum sagt að Elli minn fer þar á kostum, enda ekki við öðru að búast. Elli er einstaklega flínkur leikari, og skrýtið að ekki hefur sést meira af honum á sviði eða skjá. Hver veit nema að það breytist með þessu.

Annars veit ég ekki almennilega hvað ég á að segja um þessa borgarstjórnardellu. Skrípaleikurinn er algjör og vart hægt að saka Spaugstofumenn um ýkjur. Oft hefur manni jú blöskrað yfirgangur þeirra sem eiga að stjórna landi og borg. Hér er ákveðnum toppi náð, toppi sem þó er ekki klifinn í fyrsta sinn. Þannig eru íslensk stjórnmál. Sorglegt en satt. Ég spyr mig: Og hvað svo? Það vita allir hvað þetta er fáranlegt. Það vita allir hvað þetta er siðlaust.
Erum við, þegnar þessa lands, þrátt fyrir það nauðbeygð til að kyngja þessum alltof stóra bita og láta, eins og svo oft áður, sem ekkert sé?

Stundum langar mig svo mikið að flýja þetta land.

2 comments:

Anonymous said...

stundum langar þig að berjast, er það ekki. ekki flýja, heldur berjast gegn þessari nauðgun sem við verðum fyrir trekk í trekk....sammála með hann ella minn, hann er snilli. hk

Anonymous said...

Þú ert nú ekki einn um það að vilja það :)